Staycation
er Sporlof!

Orðaleikurinn okkar skilaði frábærri þátttöku en tæplega 2.500 tillögur bárust í leitinni að íslensku orði yfir enska hugtakið„Staycation“. Hugtakið merkir að taka sér frí og gera eitthvað skemmtilegt án þess að fara langt.

Eftir vandlega yfirlegu komst dómnefndin að þeirri niðurstöðu að nýyrðið „Sporlof“ kæmist næst því að fanga þessa hugsun á skemmtilegan hátt. Þetta sniðuga nýyrði lýsir því að aðeins þurfi að taka örfá spor til að komast í orlof og upplifa allt sem borgin hefur upp á að bjóða.

Við óskum höfundinum Jóni Oddi Guðmundssyni innilega til hamingju en með sigrinum tryggði hann sér glæsilegt sporlof í Reykjavík!

Fylltu út til að senda inn

Takk fyrir, tillaga móttekin!
Villa hefur komið upp, reyndu aftur.

* Reykjavíkurborg áskilur sér rétt til að nota innsendar tillögur í markaðsefni sínu eða hafna öllum innsendum tillögum ef dómnefnd ákveður svo.
Ef fleiri en einn senda inn tillöguna sem verður fyrir valinu verður aðal-verðlaunahafinn dreginn út úr þeim hópi.

En þú? Hvernig verður þitt sporlof?